Hraðasta afgreiðslan er á Íslandi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Afgreiðsla vegabréfa á Íslandi er með því sem best gerist. Í dag tekur það tvo virka daga að fá vegabréfin afgreidd, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Svíþjóð kemur næst á eftir Íslandi með fimm daga en það tekur fjórar til sex vikur að fá vegabréf í Bandaríkjunum.

Ný vegabréf voru tekin upp á Íslandi í byrjun febrúar. „Ekki hefur orðið markverð aukning í útgáfu vegabréfa hjá einstaklingum sem eru þegar með gild vegabréf frá því að ný vegabréf voru tekin upp í byrjun febrúar en frá þeim tíma hafa 3.554 almenn vegabréf verið gefin út,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands.

„Við erum mjög ánægð með að hafa getað haldið þessum stutta afgreiðslutíma, sér í lagi í kringum stórt verkefni eins og að skipta út framleiðslukerfi vegabréfa,“ segir Margrét í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert