Björgunarinnviðir hér ekki jafn sterkir

VArðskipið Þór kemur með Hoffell til hafnar eftir 425 sjómílur …
VArðskipið Þór kemur með Hoffell til hafnar eftir 425 sjómílur í togi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Innviðir til björg­un­ar við aðstæður sam­bæri­leg­ar þeim sem voru þegar skemmti­ferðaskipið Vik­ing Sky varð vél­ar­vana við strend­ur Nor­egs um helg­ina eru ekki jafn sterk­ir hér á landi og í Nor­egi og verða senni­lega aldrei. Þetta seg­ir Auðunn F. Krist­ins­son, verk­efn­is­stjóri á aðgerðasviði hjá Gæsl­unni.

„Aft­ur á móti erum við ágæt­lega búin og höf­um okk­ar áætlan­ir til að vinna eft­ir,“ seg­ir hann. Áætlan­irn­ar verða nú end­ur­skoðaðar með hliðsjón af þeim lær­dómi sem draga má af at­b­urði helgar­inn­ar. Auðunn seg­ir að björg­un­ar­starf hafi gengið vel í Nor­egi og að at­vikið hafi hent á heppi­leg­um stað með til­liti til björg­un­ar­innviða. Hann seg­ir að hér á landi skipti miklu að Land­helg­is­gæsl­an standi af sér fyrstu dag­ana við björg­un, áður en aðstoð frá syst­ur­stofn­un­um í ná­granna­lönd­un­um berst.

Þyrlu­björg­un ekki í for­gangi

Í til­viki Vik­ing Sky var not­ast við fimm björg­un­arþyrl­ur og tókst að ferja um þriðjung farþega með þeim. Auðunn seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag það vera for­gangs­atriði að draga vél­ar­vana skemmti­ferðaskip í ör­ugga höfn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka