Björgunarinnviðir hér ekki jafn sterkir

VArðskipið Þór kemur með Hoffell til hafnar eftir 425 sjómílur …
VArðskipið Þór kemur með Hoffell til hafnar eftir 425 sjómílur í togi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Innviðir til björgunar við aðstæður sambærilegar þeim sem voru þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélarvana við strendur Noregs um helgina eru ekki jafn sterkir hér á landi og í Noregi og verða sennilega aldrei. Þetta segir Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði hjá Gæslunni.

„Aftur á móti erum við ágætlega búin og höfum okkar áætlanir til að vinna eftir,“ segir hann. Áætlanirnar verða nú endurskoðaðar með hliðsjón af þeim lærdómi sem draga má af atburði helgarinnar. Auðunn segir að björgunarstarf hafi gengið vel í Noregi og að atvikið hafi hent á heppilegum stað með tilliti til björgunarinnviða. Hann segir að hér á landi skipti miklu að Landhelgisgæslan standi af sér fyrstu dagana við björgun, áður en aðstoð frá systurstofnunum í nágrannalöndunum berst.

Þyrlubjörgun ekki í forgangi

Í tilviki Viking Sky var notast við fimm björgunarþyrlur og tókst að ferja um þriðjung farþega með þeim. Auðunn segir í Morgunblaðinu í dag það vera forgangsatriði að draga vélarvana skemmtiferðaskip í örugga höfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert