„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson. mbl.is/​Hari

Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara.

„Það var rætt innan nefndarinnar að við þyrftum að fá yfirlit yfir stöðuna og ákváðum að gera það í fyrramálið,“ segir Jón við mbl.is.

Fram kemur vegna fundarins að gestir verði boðaðir til að ræða stöðuna á flugmarkaði. Jón segir að gestirnir séu frá Samgöngustofu og samgönguráðuneytinu.

Spurður segir hann að enginn gestur tengdur WOW air hafi verið boðaður til fundarins.

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni og vona það besta. Þetta verður bara að koma í ljós. Ég hef í sjálfu sér engu að bæta við það sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar segja í þeim efnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert