Ekki í neinu jarðsambandi

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fyrir miðri mynd.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fyrir miðri mynd. mbl.is/Árni Sæberg

Formaður FHG – fyr­ir­tækja í hót­el- og gistiþjón­ustu seg­ir stétt­ar­fé­lög­in sem hafa átt í kjaraviðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins ekki vera í neinu jarðsam­bandi.

„Mér sýn­ist fólk ekki vera í neinu jarðsam­bandi við það sem er að ger­ast, því miður,“ seg­ir Kristó­fer Oli­vers­son, formaður FHG og eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Center Hotels, spurður út í stöðu mála í ljósi þess að viðræðum Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við Efl­ingu, VR, Verka­lýðsfé­lag Akra­ness, Verka­lýðsfé­lag Grinda­vík­ur og Lands­sam­bands ís­lenskra verzl­un­ar­manna og Fram­sýn­ar við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins var frestað í morg­un vegna erfiðleika WOW air.

Allt stefn­ir því í nýja verk­falls­hrinu á fimmtu­dag og föstu­dag á hót­el­um og hjá rútu­fyr­ir­tækj­um.

Eitt af hótelum Center Hotels í Reykjavík.
Eitt af hót­el­um Center Hotels í Reykja­vík.

Gild­ir fyr­ir allt sam­flotið

Kristó­fer nefn­ir að þegar einn aðili úr sam­floti viðsemj­enda SA lýsi því yfir að hann beri ekki ábyrgð á kapí­talísku efna­hags­lífi hljóti sú yf­ir­lýs­ing að gilda fyr­ir allt sam­flotið. Þar á hann vænt­an­lega við um­mæli Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur, for­manns Efl­ing­ar, í morg­un um ástand mála.

Hann bæt­ir við að það hljóti að vera mun erfiðara fyr­ir WOW air að afla fjár á meðan ferðaþjón­ust­an er í upp­námi. Best væri ef viðsemj­end­ur hefðu haldið áfram sínu striki. „Það eru mik­il von­brigði að ferðaþjón­ust­an al­mennt og þar með talið at­vinnu­lífið sé komið í þess­ar ógöng­ur.“

Kristó­fer kveðst reikna með verk­falli á fimmtu­dag­inn og hef­ur vita­skuld áhyggj­ur af því. „Við höf­um áhyggj­ur af því hvernig er verið að leika sér af full­komnu ábyrgðarleysi með þessa at­vinnu­grein,“ seg­ir hann um stöðuna sem upp er kom­in. 

„Ég hefði viljað sjá þess­um verk­föll­um sleppt og menn myndu semja eins og hef­ur auðnast að gera síðastliðin tutt­ugu ár og gengið bæri­lega með.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert