Flug WOW á áætlun

Flug­vél WOW air sem var að koma frá Montreal í Kan­ada lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli klukk­an 4:13 í nótt en vél­in átti að koma hingað til lands sól­ar­hring fyrr. Alls komu sex vél­ar WOW frá Norður-Am­er­íku í morg­un.

Sjö flug­vél­ar WOW eru annaðhvort farn­ar eða eru að fara í loftið á næstu klukku­stund­um til Evr­ópu og er allt það flug á áætl­un. Vél­in til Frankfurt fór jafn­vel tals­vert fyrr en til stóð í loftið í morg­un, fór 5:37 í stað 6. 

Vél WOW air sem átti að fara til Las Palmas klukk­an 9:05 hef­ur verið seinkað til 13:40. Aðrar brott­far­ir fé­lags­ins virðast vera á áætl­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert