Alls voru 1.469 tonn af hvalaafurðum flutt út á síðasta ári. Árið 2017 voru flutt úr 1.407 tonn og 1529 tonn árið 2016, en tvö síðartöldu árin voru veiðar á stórhvelum ekki stundaðar við landið.
Útflutningsverðmætið í fyrra nam rúmlega 940 milljónum, en 995 milljónum árið 2017 og tæplega 1,6 milljörðum 2016, samkvæmt upplýsingum á vef Hafstofunnar.
Þar kemur fram að í fyrra hafi 145 langreyðar verið veiddar við landið, en í Morgunblaðinu hefur áður verið greint frá því að dýrin hafi verið 146, þar af tveir blendingar langreyðar og steypireyðar. Fram kom í blaðinu í haust að Hvalur hf. hefði sent tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans.