Munnhirða unglingsstráka slæm

Marktækur munur var á gosdrykkju og munnhirðu unglingsstráka og -stelpna …
Marktækur munur var á gosdrykkju og munnhirðu unglingsstráka og -stelpna í 10. bekk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Strákar í tíunda bekk drekka meira gos og bursta sjaldnar tennurnar en stelpur á sama aldri. Þetta kemur fram í rannsóknarverkefni Dönu Rúnar Heimisdóttur tannlæknis sem fjallar um neyslu- og tannhirðuvenjur unglinga.

Rannsóknarverkefnið náði til unglinga í tíunda bekk árin 2014 og 2016 og svöruðu 4.135 unglingar spurningalista rannsóknarinnar. Voru unglingar á öllu landinu spurðir og er rannsóknin talin veita góða innsýn í munnhirðu og neysluvenjur 10. bekkinga á Íslandi.

Alls 86,6% stelpna og 70,1% stráka burstuðu tennurnar tvisvar á dag eða oftar, 11,7% stelpna og 26,2% stráka burstuðu einu sinni á dag. Einungis 1,9% stelpna og 5,3% stráka burstuðu sjaldnar en einu sinni á dag. Stelpur burstuðu tennur marktækt oftar en strákar, segir í rannsókninni. Marktækur munur var á tíðni tannburstunar eftir búsetu en einstaklingar sem bjuggu til sveita voru líklegri til þess að bursta sjaldnar. Ekki var munur á neyslu sælgætis eftir kyni eða búsetu, að því er fram kemur í umfjöllun um rannsókn þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert