Vilja umbreyta skuldum

Kröfu­haf­ar og skulda­bréfa­eig­end­ur WOW air funduðu í þriðja sinn í gær­kvöldi. Mark­miðið var að afla nægi­lega margra und­ir­skrifta vegna áætl­un­ar um að umbreyta skuld­um í 49% hluta­fjár. Full­trúi skulda­bréfa­eig­enda sagði söfn­un­ina hafa gengið vel. Þó hafði ekki tek­ist að afla til­skil­ins fjölda þegar Morg­un­blaðið fór í prent­un.

Taldi heim­ild­armaður­inn að það tæk­ist í dag. Það tef­ur söfn­un­ina að fylgja þarf ströng­um verk­ferl­um. Munn­legt samþykki dug­ir ekki. „Það er verið að fá menn til að kvitta und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu. Næsta skref er að fá menn til að und­ir­rita laga­lega bind­andi samn­inga um þessa áætl­un,“ sagði heim­ild­armaður­inn.

Fyrsti fund­ur­inn fór fram á laug­ar­dag. Um 40 hags­munaaðilar sitja við borðið. Er­lend­ir aðilar eru í þeim hópi. Ekki stend­ur til að umbreyta skuld WOW air við Isa­via í hluta­fé. Viðræður við Isa­via eru ekki hafn­ar.

Ætl­un­in er að fá fjár­festi, eða hóp fjár­festa, til að kaupa 51% hlut í fé­lag­inu fyr­ir 5 millj­arða. Ef áætl­un­in verður samþykkt munu kröfu­haf­ar ræða við fjár­festa um kaup­in. Skúli Mo­gensen, stofn­andi WOW air, verður þá einn margra hlut­hafa en ekki leng­ur ráðandi í viðræðum.

Spá geng­is­falli og verðbólgu

Sér­fræðing­ar á fjár­mála­markaði telja að krón­an muni veikj­ast ef WOW air hverf­ur af markaði.

Gúst­af Stein­gríms­son, hag­fræðing­ur á hag­fræðideild Lands­bank­ans, seg­ir að gjaldþrot WOW air hefði svo mik­il áhrif á út­flutn­ings­tekj­ur þjóðarbús­ins að krón­an myndi án efa gefa tölu­vert eft­ir.

„Til að koma á nýju jafn­vægi í ut­an­rík­is­viðskipt­um þyrfti krón­an að gefa tölu­vert eft­ir. Hversu mikið verður að koma í ljós,“ seg­ir Gúst­af. Hann tel­ur ekki ólík­legt að gengi krón­unn­ar fari upp í a.m.k. 150 krón­ur fyr­ir hverja evru en gengið er nú um 136-137 krón­ur. Það yrði um 10% veik­ing.

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Reykja­vík Economics myndi slík veik­ing leiða til þess að verðbólga yk­ist um 3,3%. Verðbólg­an er nú 3%. Gangi spá Lands­bank­ans eft­ir myndi verðbólg­an því að óbreyttu fara yfir 5% í fyrsta sinn frá sumr­inu 2012.

Magnús Árni Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Reykja­vík Economics, seg­ir aðspurður ekki ólík­legt að gengi krónu muni veikj­ast um 5-10% með brott­hvarfi WOW air.

Verðbólg­an muni að óbreyttu fara í 5-6%. „Þetta ræðst líka af því hvernig kjara­samn­ing­ar fara. Ef laun hækka langt um­fram inni­stæðu og hagnaður fyr­ir­tækja dregst sam­an gæt­um við séð víxl­verk­un launa og verðlags, líkt og á 9. ára­tugn­um,“ sagði Magnús. Með því mundi kaup­mátt­ar­styrk­ing síðustu ára ganga til baka, þrátt fyr­ir launa­hækk­an­ir, líkt og gerðist á 9. ára­tugn­um.

Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræðideild­ar Há­skóla Íslands, tek­ur und­ir þetta og bend­ir á þátt ferðaþjón­ust­unn­ar í styrk­ingu krón­unn­ar. Með lækk­andi þjón­ustu­tekj­um séu horf­ur á veik­ari krónu og þá minni kaup­mætti. Það sé ekk­ert nýtt – hag­ur þjóðar­inn­ar hljóti að ráðast af gengi út­flutn­ings­at­vinnu­veg­anna.

Gæti fjölgað ferðamönn­um

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Grein­ing­ar Íslands­banka, tel­ur hins veg­ar ekki horf­ur á mik­illi geng­is­veik­ingu vegna mögu­legs sam­drátt­ar í flugi til Íslands.

Þá bend­ir hann aðspurður á að geng­is­veik­ing geti haft þau áhrif að hækka hlut­fall tengif­arþega sem kjósa að koma inn í landið. „Það gæti fljót­lega skilað sér í tölu­verðri fjölg­un ferðamanna. Af því að það er af stóru mengi að taka,“ seg­ir Jón Bjarki.

Í grein­ingu sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um eru dregn­ar upp þrjár sviðsmynd­ir þar sem lagt er mat á hver áhrif rekstr­ar­stöðvun­ar WOW air gætu orðið á þá farþega sem eiga bókað far með vél­um fé­lags­ins eft­ir því hvenær dags sú stöðvun ætti sér stað. Þannig yrðu um 1.500 farþegar strandaglóp­ar á Íslandi og um 500 Íslend­ing­ar fast­ir er­lend­is ef stöðvun­in ætti sér stað snemma morg­uns. Þá gæti tekið um tvo daga að koma er­lend­um ferðamönn­um héðan, en allt að fimm til sex daga að fá þá Íslend­inga sem væru fast­ir úti heim.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert