Líf og fjör í Laugardalslauginni í Reykjavík: Boðsundið komið til að vera

Áhuginn var mikill, innan laugar sem utan, á því sem …
Áhuginn var mikill, innan laugar sem utan, á því sem fram fór í Boðsundskeppni grunnskólanna í gær og spenna á sundlaugarbakkanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hin árlega Boðsundskeppni grunnskólanna var haldin í Laugardalslaug um hádegisbilið í gær. Ríkti þar mikil gleði og góð stemmning meðal keppenda, en þetta var í sjötta sinn sem keppnin var haldin.

Ingibjörg Helga Arnardóttir, framkvæmdastjóri Sundsambands Íslands, segir að þetta sé stærsta keppnin sem haldin hafi verið til þessa, en 648 sundkappar úr 41 skóla létu til sín taka að þessu sinni.

Keppt er í tveimur aldursflokkum og varð Hraunvallaskóli hlutskarpastur í flokki 5.-7. bekkjar, en keppendur skólans komu í mark á tímanum 1:59,37. Hagaskóli varð svo efstur í flokki 8-10. bekkjar með sundtímann 1:46,94 en þetta var þriðja árið í röð sem Hagaskóli vinnur til gullverðlauna á mótinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert