Fyrirhuguðum verkföllum um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem áttu að hefjast á miðnætti í kvöld og standa í alls 48 klukkustundir hefur verið aflýst.
Var það niðurstaðan eftir fund VR, Eflingar, VLFA, VLFG, LÍV og Framsýnar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara.
Fundurinn hófst klukkan 14.00 og lauk rétt í þessu. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 13.00 á morgun.
Þrátt fyrir að verkföllum sem fyrirhuguð voru á morgun og föstudag hafi verið aflýst munu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir í næstu viku haldast óbreyttar, náist samningar ekki.