77 milljónir kr. til frjálsra samtaka

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 77 milljónum króna til frjálsra félagasamtaka sem vinna að margvíslegum verkefnum á sviði heilbrigðismála.

Að þessu sinni var lögð áhersla á styrki til verkefna sem lúta að geðheilbrigði barna og ungs fólks og verkefna í þágu fólks með heilabilun.

Styrkirnir nýtast félögunum til þess að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf. 32 félög fengu styrki. Hæstu styrkirnir voru 6 milljónir kr. Þá fjárhæð hlutu ADHD samtökin, Gigtarfélag Íslands, Rauði krossinn í Reykjavík vegna verkefnisins „Frú Ragnheiður – skaðaminnkun“, SÍBS og Hjartaheill.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert