Einbeittari eftir slæmar fréttir af WOW

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á fundi hjá ríkissáttasemjara.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á fundi hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Hari

„Þetta gekk alveg ágætlega,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við mbl.is. Fundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara er nýlokið en hann hófst klukkan 13.00.

Við vorum að skipuleggja morgundaginn og helgina, forgangsraða þeim málum sem við vildum fara í,“ segir Ragnar.

Samningsmenn eru bundnir af fréttabanni ríkissáttasemjara þannig að ekkert fæst uppgefið um efni þeirra hugmynda sem unnið er með.

Spurður hvort eitthvert bakslag hafi komið í samningagerð í kjölfar frétta af WOW air í morgun svarar Ragnar því neitandi:

„Alls ekki. Ég held að menn séu einbeittari í því að reyna að klára þetta ef eitthvað er.“

Næsti fundur í kjaradeilunni fer fram í fyrramálið klukkan tíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert