Missi ekki trú á markaðsöflunum

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við Stjórnarráðið í dag.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við Stjórnarráðið í dag. mbl.is/​Hari

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir það mats­atriði hverju sinni hvenær ríkið skuli grípa inn í þegar fyr­ir­tæki eigi í rekstr­ar­erfiðleik­um, en hann var gest­ur Kast­ljóss á RÚV í kvöld. Bjarni sagði eft­ir­lits­stjórn­völd hafa staðið sína plikt og unnið sína vinnu vel. Þá sagði hann mik­il­vægt að missa ekki trú á markaðsöfl­un­um þegar rekstr­ar­erfiðleik­ar sem þess­ir geri vart við sig. Einnig sagði hann viðnámsþrótt í efna­hags­kerf­inu og rík­is­fjár­mál­un­um slík­an að tak­ast mætti á við áföll sem þessi án þess að safna þurfi skuld­um. 

Spurður hver ábyrgð stjórn­valda væri í tengsl­um við fall WOW air og hvort hægt hefði verið að grípa fyrr inn í sagðist Bjarni vera þeirr­ar skoðunar að menn hefðu unnið sína vinnu vel. 

„Sam­göngu­stofa hef­ur fylgst mjög náið með rekstri fé­lags­ins al­veg frá því fyrstu merki voru um að þar væri fjár­mögn­un­ar­vandi. Ég er þeirr­ar skoðunar sömu­leiðis að stjórn­völd eigi ekki að vera þeir fyrstu sem missa trúna. Menn verða að leyfa markaðnum að reyna að bjarga sér. Þegar menn eru með áætlan­ir um að sækja nýtt fjár­magn, þá verður að gefa því færi á að ganga upp,“ sagði hann. „Það er hins veg­ar alltaf mats­atriði hversu lengi menn eiga að bíða,“ bætti hann við.

Flug­véla­leigj­end­ur fyrst­ir að missa þol­in­mæðina

Bjarni var einnig spurður út áhrif í kyrr­setn­ing­ar leiguflug­véla WOW air, ann­ars veg­ar kyrr­setn­ingu flug­vél­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli til trygg­ing­ar skuld­ar við Isa­via og tveggja flug­véla á er­lendri grundu af hálfu leigu­sala.

„Eins og ég hef skilið þessa at­b­urðarás þá voru það flug­véla­leigj­end­ur fé­lags­ins sem fyrst­ir kyrr­settu vél­ar. Þeir misstu fyrst þol­in­mæðina. Það kann að hafa verið að þeir hafi verið hrædd­ir að senda vél­arn­ar til Íslands af ótta við að þær yrðu kyrr­sett­ar þar af Isa­via. En hver er söku­dólg­ur­inn í því? Er það ekki skuld­ar­inn? Ég hefði nú haldið það, að hann hafi komið sér í þá stöðu að menn hafi verið hrædd­ir að senda vél­ar til Íslands. Þetta eru samt of mikl­ar get­gát­ur til að ég geti full­yrt of mikið um þetta,“ sagði hann.

Til­raun­ir til hand­stýr­ing­ar var­huga­verðar

Bjarni var spurður út í fjár­fest­ing­ar í ferðaþjón­ustu og hvort það væri um­hugs­un­ar­efni að WOW air hafi getað keyrt upp fjár­fest­ingu í und­ir­stöðuat­vinnu­grein lands­ins þegar staða fé­lags­ins hafi verið jafn veik og raun bar vitni.

„Fé­lagið var auðvitað rekið með hagnaði á sín­um tíma. Það komu góð ár og slæm ár. Ég held að all­ar til­raun­ir til að hand­stýra þessu geti reynst var­huga­verðar. Það eru tug­ir flug­fé­laga að senda ferðamenn til Íslands. Það má segja að hliðið inn í landið sé Kefla­vík­ur­flug­völl­ur. Við gæt­um reynt að tak­marka fram­boðið af lend­ing­ar­tím­um til að stjórna þessu, en að stjórna því í til­viki hvers og eins fé­lags held ég að sé úti­lokað,“ sagði hann og nefndi að hér væri markaður­inn að störf­um.

„Við tók­um því fagn­andi þegar vel gekk og ég held að við eig­um ekki að ef­ast um markaðsöfl­in þegar rekstr­ar­erfiðleik­ar eins og þess­ir birt­ast okk­ur. Það er eng­in leið önn­ur en að láta fram­boð og eft­ir­spurn ráða þess­um hlut­um og ég er viss um að þó að þetta sé mikið áfall fyr­ir okk­ur í dag og erfiðleik­ar til skamms tíma víða, [...], þá held ég að til lengri tíma muni þetta jafna sig og Ísland verði áfram jafn eft­ir­sókn­ar­verður áfangastaður og áður,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert