Neyðarlínan eyðir 91,5% minni olíu

Laufafell að Fjallabaki. Smárafstöð knýr sendastöð fyrir fjarskipti.
Laufafell að Fjallabaki. Smárafstöð knýr sendastöð fyrir fjarskipti. Ljósmynd/Neyðarlínan

„Neyðarlínan hefur dregið úr notkun á dísilolíu um 143 þúsund lítra á ári eða um 91,5 prósent,“ sagði Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ohf. Fyrirtækið hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að gera rekstur sendastöðva sinna á afskekktum stöðum umhverfisvænni. Neyðarlínan tók við rekstri sendastöðva Fjarskiptasjóðs.

Sendastöðvar sem áður fengu rafmagn frá dísilrafstöðvum, hafa verið tengdar við veiturafmagn, smávirkjanir eða vind- og sólarorkustöðvar. Ein sendastöð er enn dísilknúin en annars staðar eru dísilrafstöðvar notaðar sem varaafl.

Nú þegar er búið að breyta tólf sendastöðvum þannig að þær nota ekki dísilolíu sem aðalorkugjafa. Sú næstsíðasta kemur inn í sumar. Við það minnkar olíunotkunin um 11 þúsund lítra á ári til viðbótar.

Neyðarlínan kolefnisjafnar alla olíubrennslu bíla sinna og dísilrafstöðva. Það er gert í samvinnu við Kolvið sem plantar trjám á hverju ári til að jafna út kolefnisspor Neyðarlínunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert