Nýja sjúkrahótelið opnað 23. apríl

Nýja sjúkrahótelið við Landspítalann.
Nýja sjúkrahótelið við Landspítalann. mbl.is/​Hari

Nýja sjúkrahótelið á Landspítalalóðinni tekur til starfa 23. apríl nk. Byggingin var afhent spítalanum í lok janúar og síðan hefur verið unnið að því að hnýta alla lausa enda svo hægt sé að taka það í notkun.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðissviðs Landspítalans, segir Morgunblaðinu  í dag að fjórir hjúkrunarfræðingar myndu starfa á hótelinu, tveir á vakt fyrrihluta sólarhrings og aðrir tveir á kvöldin og næturnar. Þá verða þar starfandi nokkrir sjúkraliðar, ræstingafólk og starfsfólk í eldhúsi. Verið er að ganga frá ráðningu hótelstjóra.

Í sjúkrahótelinu eru 75 herbergi. Starfsemin verður mikil lyftistöng fyrir Landspítalann sem undanfarin ár hefur þurft að nota dýr úrræði til að leysa vanda ýmissa sjúklinga og aðstandenda þeirra. Sjúkrahótelið er þó ekki eingöngu fyrir spítalann heldur er það opið úrræði fyrir alla sjúkratryggða. Meðal þeirra sem líklega munu nýta það eru sjúklingar sem bíða eftir meðferð og fjölskyldur þeirra, konur sem bíða fæðingar og fólk sem er að jafna sig eftir skurðaðgerðir. Gestir verða að vera sjálfbjarga. Hægt verður að dvelja 21 dag á hótelinu í senn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert