Nýr tónn á sáttafundum

Eflingarfólk lagði niður störf nýverið og fór í kröfugöngu í …
Eflingarfólk lagði niður störf nýverið og fór í kröfugöngu í miðbænum. Ekki varð af verkfalli í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr og já­kvæðari tónn virðist vera kom­inn í samn­ingaviðræður sam­flots sex verka­lýðsfé­laga og sam­taka og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á sátta­fund­um í Karp­hús­inu. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins lögðu fram nýj­ar hug­mynd­ir á fundi í gær sem for­ystu­menn verka­lýðsfé­lag­anna töldu að gætu orðið nýr viðræðugrund­völl­ur.

Til þess að samn­inga­menn gætu ein­beitt sér að samn­ing­um næstu daga ákváðu Efl­ing og VR að af­lýsa tveggja daga verk­falli á ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki á höfuðborg­ar­svæðinu sem hefjast átti á miðnætti.

Samn­inga­menn eru bundn­ir af frétta­banni rík­is­sátta­semj­ara þannig að ekk­ert fæst upp­gefið um efni þeirra hug­mynda sem nú er verið að vinna með.

„Raun­veru­leg­ur samn­ings­vilji“

Samn­inga­nefnd­irn­ar hitt­ast klukk­an 13 í dag og verður unnið næstu daga og um helg­ina til að reyna að ná samn­ing­um, helst áður en ný verk­falls­lota hefst. Næsta verk­fall verður á mánu­dag og nær til hluta stræt­is­vagna­bíl­stjóra á höfuðborg­ar­svæðinu en þriggja daga verk­fall Efl­ing­ar og VR hjá rútu­fyr­ir­tækj­um og hót­el­um verður seinni hluta næstu viku.

„Það er væn­leg­ast að fresta öll­um verk­föll­um þannig að ferðaþjón­ust­an geti kom­ist í samt lag og farið að vinna af full­um krafti,“ seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar.

„Það er mik­il­vægt að það komi fram að við hefðum ekki tekið ákvörðun um að af­lýsa þess­um verk­föll­um nema vegna þess að við upp­lif­um að það sé raun­veru­leg­ur samn­ings­vilji fyr­ir hendi,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar stétt­ar­fé­lags. „Við hefðum ekki farið þessa leið ef við hefðum ekki séð alla vega til sól­ar,“ seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert