Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið kallaðir saman vegna gjaldþrots WOW air og sitja nú á fundi í Stjórnarráðinu sem hófst klukkan hálftíu.
Þingfundur hefst svo á Alþingi klukkan hálfellefu og er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrstur á mælendaskrá þar sem áætluð er áframhaldandi umræða um fjármálaáætlun 2020-2024. Óljóst er hvort dagskrá þingsins muni raskast vegna fregna af WOW air.