WOW-ævintýrið í myndum

Skúli Mogensen tók sjálfur alltaf þátt í WOW Cyclothon, góðgerðarmóti …
Skúli Mogensen tók sjálfur alltaf þátt í WOW Cyclothon, góðgerðarmóti þar sem hjólað var hringinn í kringum landið. Hér er hann árið 2016 í stuttri pásu á Egilsstöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

London, París, Róm. GAY, LUV, MOM og DAD. Vélar flugfélagsins WOW air, með sínum sniðugu nöfnum og hressu áhöfnum, hafa flutt Íslendinga og aðra ferðalanga vítt og breitt frá árinu 2012.

„WOW er náttúrlega bara WOW, og við höfum sagt að okkur finnist Ísland einfaldlega WOW. Svo er ekki verra að ef vörumerkinu er snúið við þá er þetta MOM [ísl. móðir] og það vilja allir vera í fanginu á móður sinni. Þannig að þetta fór ágætlega saman,“ sagði Skúli Mogensen, þá stjórnarformaður og aðaleigandi WOW Air, er opnað var fyrir bókanir með flugfélaginu í fyrsta sinn í lok nóvember árið 2011. Við það tilefni fékk hann Jónu Lovísu Jónsdóttur, vaxtarræktarkonu og prest, til að opna vefsvæði flugfélagsins og blessa starfsemina. Þannig hófst WOW-ævintýrið í fjölmiðlum og var þessari líflegu ímynd félagsins, þar sem farið var ótroðnar slóðir í markaðssetningu, komið rækilega til skila í starfseminni næstu árin. 

Í fyrstu voru tólf áfangastaðir í Evrópu í boði en svo var flogið vængjum þöndum til Norður-Ameríku og að síðustu var stefnan tekin á Asíu. 

En nú er ævintýrið, sem WOW auglýsti svo oft, úti. „Við mun­um alltaf vera WOW og ég mun aldrei gleyma ykk­ur,“ skrifaði Skúli í bréfi til starfsmanna í morgun. „Ég vona og treysti því að þið munið aldrei gleyma WOW-and­an­um og að þið takið hann með ykk­ur í ykk­ar næsta æv­in­týri.“

Í söfnum mbl.is og Morgunblaðsins eru tugir mynda frá ýmsum atburðum tengdum starfsemi WOW. Flestar eru líklega af hinni fjörlegu reiðhjólakeppni, WOW Cyclothon, og af hátíðarhöldum í tengslum við nýja áfangastaði. Yfirleitt er gleðilega yfirbragðið allsráðandi, það sem frá upphafi einkenndi markaðssetningu WOW.

Skúli Mogensen þjónar Einari Erni Benediktssyni borgarfulltrúa og konu hans …
Skúli Mogensen þjónar Einari Erni Benediktssyni borgarfulltrúa og konu hans um borð í flugvél félagsins sumarið 2012. mbl.is/Sigurjón Ragnar
Skúli Mogensen kynnti starfsemi WOW air í fyrsta sinn fyrir …
Skúli Mogensen kynnti starfsemi WOW air í fyrsta sinn fyrir blaðamönnum í lok nóvember árið 2011. mbl.is/Ómar Óskarsson
Svona litu vélar WOW út fyrstu misserin.
Svona litu vélar WOW út fyrstu misserin. mbl.is
Skúli Mogensen ásamt tveimur flugfreyjum WOW air árið 2013.
Skúli Mogensen ásamt tveimur flugfreyjum WOW air árið 2013. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Dorrit Moussai­eff, þáverandi forsetafrú, skellti sér í flugfreyjubúning á leið …
Dorrit Moussai­eff, þáverandi forsetafrú, skellti sér í flugfreyjubúning á leið sinni til London með WOW air sumarið 2014.
Skúli Mogensen með flugvélarlíkan merkt WOW Force One, árið 2014.
Skúli Mogensen með flugvélarlíkan merkt WOW Force One, árið 2014. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Kynningarmynd sem WOW sendi á fjölmiðla árið 2015 er áfangastaðir …
Kynningarmynd sem WOW sendi á fjölmiðla árið 2015 er áfangastaðir félagsins voru orðnir 20.
Lið WOW air í WOW Cyclothon-hjólakeppninni fór um á þessari …
Lið WOW air í WOW Cyclothon-hjólakeppninni fór um á þessari rútu árið 2015. mbl.is
Konurnar í liðinu WOW Freyjur í hjólakeppninni WOW Cyclothon árið …
Konurnar í liðinu WOW Freyjur í hjólakeppninni WOW Cyclothon árið 2015.
Þessi mynd af Skúla Mogensen er án efa sú mynd …
Þessi mynd af Skúla Mogensen er án efa sú mynd sem oftast hefur verið notuð í fréttum mbl.is af starfsemi flugfélagsins. mbl.is/RAX
Flugfreyjur WOW air í góðum gír árið 2015.
Flugfreyjur WOW air í góðum gír árið 2015.
Í desember árið 2015 gaf Skúli Mogensen Bjarna Benediktssyni og …
Í desember árið 2015 gaf Skúli Mogensen Bjarna Benediktssyni og Vigdísi Hauksdóttur verðbólgueyðandi undrasmyrsl sem átti að slá hratt og vel á óþarfa verðbólgu. mbl.is/WOW
Skúli Mogensen fagnar árið 2016 eftir að WOW air hóf …
Skúli Mogensen fagnar árið 2016 eftir að WOW air hóf áætlunarflug til Montréal.
Áhöfn í jómfrúflugi WOW IE til Bristol í maí árið …
Áhöfn í jómfrúflugi WOW IE til Bristol í maí árið 2016. Ljósmynd/WOW air
Áhöfn WOW, Skúli Mogensen og fleiri fagna upphafi áætlunarflugs félagsins …
Áhöfn WOW, Skúli Mogensen og fleiri fagna upphafi áætlunarflugs félagsins til Stokkhólms í maí árið 2016.
Í maí árið 2016 kom nýjasta vél WOW, TF-GMA, til …
Í maí árið 2016 kom nýjasta vél WOW, TF-GMA, til landsins. GMA stóð fyrir Grandma, eða amma. Ljósmynd/WOW
Frá WOW Cyclothon 2015.
Frá WOW Cyclothon 2015. mbl.is/Kristinn Magnússon
Skúli Mogensen og Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia klipptu á …
Skúli Mogensen og Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia klipptu á borða á Keflavíkurflugvelli sumarið 2016 er félagið hóf flug til San Francisco.
Fjögurra ára afmæli WOW var fagnað vel og rækilega.
Fjögurra ára afmæli WOW var fagnað vel og rækilega. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Jómfrúarflug WOW air til Edinborgar árið 2016.
Jómfrúarflug WOW air til Edinborgar árið 2016.
Hópur SnapTravelers sem ferðuðust til áfangastaða WOW air í boði …
Hópur SnapTravelers sem ferðuðust til áfangastaða WOW air í boði félagsins árið 2017. WOW var tilnefnt til Shorty-verðlaunanna fyrir herferðina. mbl.is
WOW air hóf flug til Cork haustið 2016.
WOW air hóf flug til Cork haustið 2016. Aðsend mynd
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, og Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar, …
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, og Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar, klipptu á borða fyrir fyrsta flug WOW air til Miami vorið 2017.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, er hjólaleigan WOW citybike opnaði í Reykjavík maí árið 2017. Ljósmynd/Aðsend
Skúli ásamt yfirmönnum Airbus árið 2017. er tilkynnt var að …
Skúli ásamt yfirmönnum Airbus árið 2017. er tilkynnt var að WOW air yrði fyrsta flugfélagið til að fljúga Airbus A321neo. Ljósmynd/WOW air
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, ásamt Skúla Mogensen á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans …
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, ásamt Skúla Mogensen á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans árið 2017. mbl.is/Golli
Skúli Mogensen undirbýr sig fyrir björgunaræfingu ásamt björgunarsveitarmönnum úr Ársæli …
Skúli Mogensen undirbýr sig fyrir björgunaræfingu ásamt björgunarsveitarmönnum úr Ársæli sem honum bauðst að fara í er ákveðið var að þátttakendur WOW Cyclothon myndu styrkja Landsbjörg árið 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, tekur þátt í æfingu með …
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, tekur þátt í æfingu með Slysavarnafélaginu Landsbjörg í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Skúli Mogensen hélt upp á afmæli sitt í Hvammsvík í …
Skúli Mogensen hélt upp á afmæli sitt í Hvammsvík í Hvalfirði síðasta haust.
Skúli kynnti starfsemi WOW fyrir fjölmiðlum í nóvember árið 2011 …
Skúli kynnti starfsemi WOW fyrir fjölmiðlum í nóvember árið 2011 og fékk Jónu Lovísu Jónsdóttur, vaxtarræktarkonu og prest, til að opna vefsvæði flugfélagsins og blessa starfsemina. mbl.is/Ómar Óskarsson
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air og Hr. T. Armstrong Changsan, …
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air og Hr. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, ásamt áhöfn í fyrsta flugi WOW air til Nýju-Delí í lok síðasta árs. Ljósmynd/Aðsend
Þota frá WOW air á flugi.
Þota frá WOW air á flugi. mbl.is/Árni Sæberg
Skúli Mogensen var tilbúinn í leik Íslands og Króatíu á …
Skúli Mogensen var tilbúinn í leik Íslands og Króatíu á HM að loknu starti WOW Cyclothon síðasta sumar. mbl.is/Andri Steinn
Skúli Mogensen bregður á leik með byssuna sem hann notaði …
Skúli Mogensen bregður á leik með byssuna sem hann notaði til að starta hjólreiðamönnunum í WOW Cyclothon síðasta sumar. mbl.is/Andri Steinn
Helga Braga Jónsdóttir og Skúli Mogensen bregða á leik í …
Helga Braga Jónsdóttir og Skúli Mogensen bregða á leik í óvissuferð WOW árið 2016.
Skúli tók þátt í björgunaræfingu hjá Landsbjörg í tengslum við …
Skúli tók þátt í björgunaræfingu hjá Landsbjörg í tengslum við WOW Cyclothon. mbl.is/Eggert
Farþegi um borð í vél WOW air í New York …
Farþegi um borð í vél WOW air í New York sendi mbl.is þessa mynd með orðunum: Síðasta flugferð WOW. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert