Sex starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli í kjölfar þess að flugfélagið WOW air fór í rekstrarstöðvun í gær.
Ríkisútvarpið hefur eftir Þorgerði Þráinsdóttur, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, að um 30% þeirra sem farið hafi um flugstöðina hafi verið farþegar WOW air. Fall félagsins hafi því áhrif.
Reynt verði að halda uppsögnum í algeru lágmarki. Samtals vinna 210 manns í Fríhöfninni í 170 stöðugildum.