Kvörtun hafði ekki áhrif á skipun skiptastjóra

Sveinn Andri Sveinsson var í gær skipaður annar skiptastjóri þrotabús …
Sveinn Andri Sveinsson var í gær skipaður annar skiptastjóri þrotabús WOW air. Skipun hans hefur verið gagnrýnd af tveimur lögmönnum þar sem hann sé um­deild­ur vegna embætt­is­gj­arða sem skipta­stjóri yfir öðru stóru búi, EK 1923. mbl.is/Árni Sæberg

Ágreiningsmál fyrir héraðsdómi vegna þrotabús þar sem Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður er skiptastjóri hafði ekki áhrif á skipun hans sem skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air. Þetta segir Barbara Björnsdóttir, varadómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Lögmennirnir Kristrún Elsa Harðardótt­ir og Saga Ýrr Jóns­dótt­ir hafa gagnrýnt skipun Sveins Andra þar sem hann sé um­deild­ur vegna embætt­is­gj­arða sem skipta­stjóri yfir öðru stóru búi þar sem fjór­ir kröfu­haf­ar hafa lagt fram kvört­un gegn Sveini Andra þar sem þau telja að hann hafi ekki upp­lýst kröfu­hafa um mik­inn áfall­inn kostnað.

Engar formlegar reglur um skipun skiptastjóra

Kveðið er á um störf skiptastjóra og hæfi þeirra í lögum um gjaldþrotaskipti en engar formlegar reglur gilda um skipun skiptastjóra. Lögmenn geta óskað eftir því að vera á lista yfir þá sem koma til greina sem skiptastjórar en annars gilda óskráðar reglur innan hvers héraðsdóms um skipan skiptastjóra.

„Það er fjöldinn allur af lögmönnum sem er á listanum og þetta skiptist á milli þeirra og þeir fá, með einhverju millibili, úthlutað örfáum búum í senn og svo gengur þetta í hring,“ segir Barbara.

Þegar um stærri bú sé að ræða, líkt og í tilfelli WOW air, er reynsla lögmanna einnig tekin með í reikninginn, að sögn Barböru. Þá skipti máli að lögmenn hafi reynslu af því að leysa úr stórum búum og þeir hafi sýnt að þeir geti tekið á við svo flókið og viðamikið verkefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert