Strætó kynnir áætlun fyrir boðuð verkföll

Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa áhrif á strætó frá og með mánudegi.
Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa áhrif á strætó frá og með mánudegi. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Forsvarsmenn Strætó fylgjast grannt með gangi mála í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu, en ef ekkert kemur úr viðræðunum um helgina verður röskun á leiðum strætó frá og með mánudegi.

Ef boðaðar verkfallsaðgerðir ganga eftir hefur það áhrif á bílstjóra hjá Almenningsvögnum Kynnisferða sem mun hafa áhrif á tíu strætóleiðir innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru leiðir 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36.

Boðaðar verkfallsaðgerðir eru á tímabilinu 1. – 30. apríl 2019. Að frátöldum laugardögum og sunnudögum verður vinna lögð niður dag hvern frá kl. 07:00-09:00 að morgni og aftur kl. 16:00-18:00 síðdegis.

Aðrar leiðir hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu taka ekki þátt í framangreindum verkfallsaðgerðum. 

Flóknar aðgerðir

„Boðuðu aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á leiðakerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Strætó og Kynnisferðir settu saman áætlun á framangreindum leiðum til þess reyna að skerða þjónustu sem minnst. Í áætluninni er lögð áhersla á að hætta akstri á endastöðvum eða á stórum biðstöðvum þannig farþegar hafi kost á því að nýta aðrar leiðir kerfisins,“ segir í tilkynningu frá Strætó.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig tímatöflur leiðanna munu raskast milli kl. 07:00-09:00 á morgnana og kl. 16:00-18:00 síðdegis. Strætó hvetur farþega til þess að kynna sér þessa áætlun vel ef til verkfalla kemur.

Tímaáætlun leiðanna:

„Strætó mun fylgjast vel með viðræðum stéttarfélaganna við SA yfir helgina og sendir samningsaðilum góða strauma,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert