Ábyrgðasjóður launa greiðir vangoldin mótframlög WOW

Kyrrstæðþota WOW á Keflavíkurflugvelli
Kyrrstæðþota WOW á Keflavíkurflugvelli mbl.is/​Hari

Gísli Davíð Karlsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að Ábyrgðasjóður launa nái yfir lífeyrissjóðskröfur í allt að 18 mánuði frá gjaldþroti fyrirtækja.

Í byrjun mars var greint frá því í fjölmiðlum að WOW air hefði ekki greitt mótframlag í lífeyris- og séreignarsparnað frá því í október á síðasta ári, en greiðslur vegna nóvember-, desember- og janúarmánaðar voru þá komnar fram yfir eindaga.

„Það kemur skilagreinakrafa frá lífeyrissjóðunum. Henni er oftast nær skipt upp í framlag atvinnurekenda og launþega og þá ætti væntanlega launþegahlutinn að vera núll,“ segir Gísli.

Að sögn Gísla tekur greiðslan mið af launum. Segir hann greiðslur Ábyrgðasjóðs launa vegna lífeyrissjóða hafa undanfarin þrjú ár verið umtalsvert hærri en vegna launakrafna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert