Hugsanlega samið á morgun

Samningur er í sjónmáli á milli verkalýðsfélaganna fjögurra, LÍV og …
Samningur er í sjónmáli á milli verkalýðsfélaganna fjögurra, LÍV og Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Eggert

Kjaraviðræður Efl­ing­ar, VR, VLFA, VLFG, Fram­sýn­ar og Lands­sam­bands ís­lenskra versl­un­ar­manna við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa borið tölu­verðan ár­ang­ur síðustu daga.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is stend­ur launaliður­inn einn eft­ir og er verið að kasta töl­um fram og til baka. Áfram verður fundað á morg­un og hefst fund­ur­inn í há­deg­inu. Sá fund­ur gæti orðið lang­ur sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Heim­ild­ir mbl.is herma að farið sé að sjá til lands. Gert sé ráð fyr­ir að samn­ing­ur­inn sem er í kort­un­um verði til allt að fjög­urra ára.

Frá því um miðja síðustu viku hef­ur verið nokk­ur skriður á viðræðunum. Menn héldu aft­ur af sér á meðan mesta óviss­an ríkti um af­drif WOW air en þegar ljóst var hver þau yrðu gátu viðræðurn­ar haldið áfram. Síðan hef­ur verið mik­ill gang­ur á mál­um og sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is eru lík­ur á að samið verði upp úr helgi, ef ekki strax á morg­un.

Verið að „hnýta lausa enda

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hafa ein­hverj­ir aðilar að viðræðunum talað um að á morg­un yrði bara „að sitja yfir þessu og klára þetta.“ Ef ekki verði af því ætti þetta að koma í höfn upp úr helgi. Nú sé verið að „hnýta lausa enda.

Verði ekki samið eða tek­in ákvörðun um annað hefjast verk­fallsaðgerðir á veg­um Efl­ing­ar á mánu­dag­inn 1. apríl hjá strætóbíl­stjór­um hjá Al­menn­ings­vögn­um Kynn­is­ferða. Verk­fallið verður á virk­um dög­um frá 1. apríl til og með 1. maí og verður þá daga eng­inn akst­ur frá klukk­an 7-9 og 16-18.

Fyr­ir­huguð verk­föll hjá VR og Efl­ingu Verk­föll á hót­el­um og hjá rútu­fyr­ir­tækj­um á næst­unni eru ann­ars sem hér seg­ir:

3. - 5. apríl (3 dag­ar)
9. - 11. apríl (3 dag­ar)
15. - 17. apríl (3 dag­ar)
23. - 25. apríl (3 dag­ar)
1. maí (þangað til verk­fall­inu er af­lýst)

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert