Önnur mynd en Bára lýsti

Samtal sex alþingismanna var hljóðritað og ummælin birt.
Samtal sex alþingismanna var hljóðritað og ummælin birt. mbl.is/​Hari

„Mynd­in sem upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um sýn­ir er allt önn­ur en sú sem Bára Hall­dórs­dótt­ir hef­ur lýst,“ sagði Bergþór Ólason alþing­ismaður um efni úr ör­ygg­is­mynda­vél frá kvöld­inu á Klaustri bar 20. nóv­em­ber sl.

„Það skýr­ir hvers vegna lög­menn Báru börðust svo hart gegn því að þess­ar upp­tök­ur væru skoðaðar.“ Mynd­efnið þykir benda til þess að fram­ganga Báru hafi verið und­ir­bú­in en ekki fyr­ir til­vilj­un, að sögn Bergþórs.

Hann seg­ir í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag að Bára hefði gengið beint til verks. Ekki vantaði nema sex mín­út­ur upp á að sá tími sem upp­tök­urn­ar tóku til væri jafn lang­ur og sá tími sem Bára var inni á staðnum. Útil­okað væri að henni hefði ofboðið orðbragð þing­mann­anna og því byrjað að hljóðrita tal þeirra, til þess hefði ekki gef­ist tími. Hann tel­ur að Bára hafi verið með upp­töku­tæki auk sím­ans.

Bergþór nefndi ljós­mynd sem var tek­in inn um glugga Klaust­urs þar sem þing­menn­irn­ir sjást. „Því var haldið fram að hún hefði verið tek­in af ótengd­um aðila og send til fjöl­miðla. Nú kem­ur í ljós að mynd­in er tek­in af Báru sjálfri,“ sagði Bergþór. Hann sagði að reynt yrði að kom­ast til botns í því hvort Bára hefði átt sam­verka­menn varðandi upp­tök­urn­ar. Ekki væri eðli­legt ef til dæm­is fjöl­miðill hefði skipu­lagt þessa aðgerð.

Bergþór sagði að óskað yrði eft­ir því að mynd­bands­upp­tök­ur frá því fyr­ir og eft­ir þær sem nú liggja fyr­ir yrðu einnig skoðaðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka