Stúlkur fá mun síðar einhverfugreiningu

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef alltaf haft algjört límminni, ýmis séráhugamál og svo er það hitt og þetta eins og að ég hef aldrei getað eða kunnað að stunda „smalltalk“ – svona létt spjall um ekkert. Þá er gelgjan í hálfgerðri þoku, þar sem unglingsárin snúast um tvíræð og óljós skilaboð í einhverjum augngotum.“

Þetta segir Guðlaug S. Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, um það að vera með Asperger-heilkennið.

Guðlaug greindist fyrir um ári með Asperger en stúlkur á einhverfurófinu greinast mun síðar en drengir. Hluti af ástæðunni er þekkingarskortur en einkenni kvenna á rófinu eru önnur en hjá körlum.

Á alþjóðlegum degi einhverfu verður íslensk heimildarmynd, Að sjá hið ósýnilega, frumsýnd en í myndinni er spjallað við 17 konur á einhverfurófinu og skyggnst inn í líf þeirra. Sunnudagsblað Morgunblaðsins hitti fimm þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert