Áhrif verkfalla á Strætó á morgun

Leiðir 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 …
Leiðir 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36 raskast á morgun og alla aðra virka daga í aprílmánuði, að öllu óbreyttu. mbl.is/Eggert

Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar munu hafa mikil áhrif á þær strætóleiðir sem bílstjórar hjá Almenningvögnum Kynnisferða keyra. Áhrifin ná til tíu strætóleiða á höfuðborgarsvæðinu á háannatíma að morgni og síðdegis.

Boðaðar verk­fallsaðgerðir eru á tíma­bil­inu 1.–30. apríl og hefjast því á morgun, að öllu óbreyttu. Að frá­töld­um laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um verður vinna lögð niður dag hvern frá kl. 07:00 til 09:00 að morgni og aft­ur kl. 16:00-18:00 síðdeg­is.

„Boðuðu aðgerðirn­ar munu hafa mik­il áhrif á leiðakerfi Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu. Strætó og Kynn­is­ferðir settu sam­an áætl­un á fram­an­greind­um leiðum til þess reyna að skerða þjón­ustu sem minnst. Í áætl­un­inni er lögð áhersla á að hætta akstri á enda­stöðvum eða á stór­um biðstöðvum þannig farþegar hafi kost á því að nýta aðrar leiðir kerf­is­ins,“ sagði í til­kynn­ingu frá Strætó í gær.

Þessi tilkynning stendur enn, samkvæmt því sem Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við mbl.is. Hann segir að Strætó fylgist grannt með stöðu viðræðna, sem enn standa yfir í Karphúsinu.

Hér að neðan má sjá tímaáætlanir leiðanna:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert