Halda áfram í fyrramálið

Fulltrúar Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verka­lýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenzkra verslunarmanna …
Fulltrúar Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verka­lýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenzkra verslunarmanna og Framsýnar funda áfram með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins á morgun. Mynd frá fundi deiluaðila 21. mars sl. mbl.is/Eggert

Fundarhöldum deiluaðila í húsakynnum ríkissáttasemjara er lokið í kvöld og boðað hefur verið til annars fundar í fyrramálið, en fundað hefur verið stíft í allan dag og voru allir deiluaðilar saman við samningaborðið frá því kl. 12 á hádegi.

„Ég reikna með að staðan skýrist á morgun,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í samtali við mbl.is eftir að fundi lauk, en almennt vildu þeir sem sitja við samningaborðið lítið tjá sig eða létu ekki ná í sig.

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um gang mála, þegar eftir því var leitað.

Strætóbílstjórar Almenningsvagna Kynnisferða hefja verkfallsaðgerðir á morgun og munu þær standa, eftir því sem mbl.is kemst næst.

Viðræðunum verður haldið áfram kl. 9:30 í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert