„Staðan er bara viðkvæm“

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. mbl.is/Hari

„Það er bara verið að reyna að finna ein­hverja lausn á þessu og það verður bara að koma í ljóst hvort það tak­ist eða ekki. Staðan er bara viðkvæm.“

Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, í sam­tali við mbl.is spurður um stöðuna í kjaraviðræðum fé­lags­ins, Efl­ing­ar, VR, Verka­lýðsfé­lags Grinda­vík­ur, Lands­sam­bands ís­lenzkra verzl­un­ar­manna og Fram­sýn­ar við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, en fund­ur hefst í kjara­deil­unni í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara klukk­an 12.

Gert er ráð fyr­ir að fund­ur­inn standi fram eft­ir degi og jafn­vel fram á kvöld. Fundað var einnig í gær og dag­ana þar á und­an. „Meðan menn eru að tala sam­an er það já­kvætt, það er bara þannig,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. Spurður hversu lengi hann telji að fundað verði í seg­ir hann að það verði ein­fald­lega að koma í ljós.

Spurður hvað hann tel­ur að það gæti tekið lang­an tíma að landa kjara­samn­ing­um ef það tekst seg­ir Vil­hjálm­ur að það gæti tekið ein­hverja daga. „Ég myndi halda það að það gæti tekið ein­hverja daga að klára þetta.“

Heim­ild­ir mbl.is í gær hermdu að kjara­samn­ing­ar gætu legið fyr­ir fljót­lega eft­ir helgi og jafn­vel gæti svo farið að af því yrði í dag. Vil­hjálm­ur tel­ur þó ekki lík­legt að það tak­ist að klára málið í dag.

mbl.is//​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert