Heildarfjárhæð arfs á árunum 2015-2017 var rúmlega 121 milljarður króna. Af því eru tæplega 8,8 milljarðar til þeirra sem erfðu yfir 100 milljónir.
Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra á alþingi um skattskyldan arf einstaklinga.
Heildarfjárhæð arfs fór hækkandi á þessum árum. Árið 2015 var heildarfjárhæðin 33,7 milljarðar, tæplega 40,5 milljarðar árið 2016 og loks tæplega 47 milljarðar árið 2017, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.