Akstri hætt klukkan 7

Tíu leiðir Strætó stöðvast klukk­an sjö og hefjast ekki að nýju fyrr en klukk­an 9 vegna verk­falls bíl­stjóra Al­menn­ings­vagna Kynn­is­ferða. Aðgerðirn­ar hafa áhrif á um 15 þúsund farþega.

Um er að ræða leiðir 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36. Verk­fall þeirra hefst að nýju klukk­an 16:00 og stend­ur til 18:00. 

Hér er hægt að lesa nán­ar á vef Strætó

Fund­ur stóð yfir fram á ell­efta tím­ann í gær­kvöldi í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara en var þá frestað fram til klukk­an hálf­tíu í dag. Kjaraviðræður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við Efl­ingu, VR og sam­flot fjög­urra annarra verka­lýðsfé­laga hafa staðið yfir alla helg­ina. Fundað var frá há­degi í gær og héldu samn­ingsaðilar þétt að sér spil­un­um í all­an gær­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert