Búast við að viðræður taki að skýrast í dag

Samningafundur hjá ríkissáttasemjara.
Samningafundur hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/​Hari

Maraþonfundi í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu, VR og samflot fjögurra annarra verkalýðsfélaga í húsnæði Ríkissáttasemjara var frestað á ellefta tímanum í gærkvöld. Fundur hafði þá staðið frá hádegi en samningsaðilar höfðu ráðið ráðum sínum frá því klukkan níu í gærmorgun.

„Ég reikna með að staðan muni skýrast á morgun [í dag],“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við Morgunblaðið eftir að fundinum var frestað. Ragnar hafði þá áður sagt, á níunda tímanum í gærkvöld, að á meðan eitthvað væri til þess að tala um yrði haldið áfram. „Það hlýtur að gefa auga leið að við værum löngu hætt þessu ef ekki væri verið að reyna til þrautar,“ sagði hann þá.

Samningsaðilar héldu annars þétt að sér spilunum á meðan fundur gærdagsins stóð yfir. Að honum loknum vildu samningsaðilar virða fjölmiðlabannið og þá ætlaði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari ekki að tjá sig um gang mála í viðræðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert