„Gríðarlegur skellur á öllu kerfinu“

Verkföll bílstjóranna stóðu yfir frá 7 til 9 og svo …
Verkföll bílstjóranna stóðu yfir frá 7 til 9 og svo frá 16 til 18 í dag. mbl.is/​Hari

Upplýsingafulltrúi Strætó segir að allt hafi gengið eins vel og það gat gengið í verkfallshrinum bílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða í dag. Verkföll strætóbílstjóra geti þó alls ekki gengið til lengdar.

„Þetta gekk allavega. Vagnarnir skiluðu sér allir á leið klukkan sex eins og áætlun hafði gert ráð fyrir“ segir Guðmundur Heiðar Helgason.

Bílstjórar Almenningsvagna Kynnisferða lögðu niður störf í tvígang í dag.
Bílstjórar Almenningsvagna Kynnisferða lögðu niður störf í tvígang í dag. mbl.is/​Hari

„En við vonum innilega að þeir semji. Þetta er boðað út allan mánuðinn og væri hræðileg staða. Þetta er gríðarlegur skellur á öllu kerfinu. Við sendum þeim góða strauma að samningaborðinu.“

Verkföll bílstjóra Almannavagna Kynnisferða stóðu á milli klukkan 7 og 9 í morgun og aftur á milli klukkan 16 og 18 nú síðdegis. Að sögn Guðmundar voru farþegar vel upplýstir um verkfallsaðgerðir og áhrif þeirra, en akstur vagna 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36 féll alveg niður á þessum tímum.

Bílstjórar mótmæltu við Hlemm seinnipartinn í dag.
Bílstjórar mótmæltu við Hlemm seinnipartinn í dag. mbl.is/Jóhann
Fjórir vagnar hættu akstri í Mjódd kl. 15:50 í dag.
Fjórir vagnar hættu akstri í Mjódd kl. 15:50 í dag. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert