Ráða skólafólkið í vinnu

Mikil aukning hefur orðið í starfsemi á Keflavíkurflugvelli á undanförnum …
Mikil aukning hefur orðið í starfsemi á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum, ekki síst vegna WOW air. Eitthvað gengur nú til baka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til athugunar er hjá Suðurnesjabæ að ráða nemendur framhaldsskóla og háskóla til vinnu við verkefni hjá bæjarfélaginu í sumar, ef þeir fá ekki vinnu á Keflavíkurflugvelli vegna gjaldþrots WOW air.

Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, segir að þetta sé ein þeirra aðgerða sem til umræðu sé og verði örugglega gripið til hennar ef ekki verði vinnu að hafa í sumar.

Fall WOW air er áfall fyrir íbúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum, sérstaklega Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Hluti starfsmanna flugfélagsins sem misstu vinnuna við gjaldþrotið og var sagt upp af þjónustufyrirtækjum í kjölfarið er búsettur í þessum sveitarfélögum.

Sveitarfélögin vinna saman að öflun upplýsinga og samráði við stjórnvöld vegna vandans. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að enn liggi ekki fyrir upplýsingar um fjölda atvinnulausra. Á föstudag höfðu á annað hundrað sótt um atvinnuleysisbætur hjá svæðisskrifstofu Vinnumálastofnunar í Reykjanesbæ. Kjartan Már telur að fjölga muni á þeim lista í dag og næstu daga. Þá sé ekki vitað hversu margir starfsmenn Airport Associates sem þjónustaði WOW air, verði endurráðnir. Þótt bæjarstjórinn hafi ekki upplýsingar um heildarmyndina telur hann óhætt að ræða um högg fyrir sveitarfélagið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert