Ráðningarstofur kynna sig

Berglind Hafsteinsdóttir og Drífa Snædal skrifa undir samkomulag um greiðslur.
Berglind Hafsteinsdóttir og Drífa Snædal skrifa undir samkomulag um greiðslur.

Er­lend­ar ráðning­ar­stof­ur sem sér­hæfa sig í ráðningu flug­manna og flug­freyja hafa haft sam­band við stétt­ar­fé­lög flug­manna og flug­freyja/​flugþjóna sem störfuðu hjá WOW air. Íslenska flug­manna­fé­lagið hyggst hafa milli­göngu um slík­ar kynn­ing­ar í þess­ari viku. Flug­menn og flug­freyj­ur sem hafa látið vita af sér fá einnig fyr­ir­spurn­ir beint.

Vign­ir Örn Guðna­son, formaður Íslenska flug­manna­fé­lags­ins, seg­ir að flest flug­fé­lög séu búin að ráða fyr­ir sum­arið og því sé hætt við að bestu bitarn­ir séu farn­ir. Hann veit ekki til þess að vinnu sé að hafa hér inn­an­lands. Þeir sem taki til­boðum um vinnu er­lend­is þurfi að flytja úr landi og verði ríkið af skatt­tekj­um við það. 178 flug­menn voru hjá WOW air þegar fé­lagið hætti.

Berg­lind Haf­steins­dótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags Íslands, seg­ir að flug­freyj­ur og flugþjón­ar séu að líta í kring­um sig eft­ir vinnu en tek­ur fram að fólkið sé enn að ná átt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert