Síðara verkfall bílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða hófst klukkan 16 og stendur það yfir til klukkan 18.
Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hann vonaðist innilega til þess að samið yrði í dag.
Fyrra verkfallið hófst klukkan sjö í morgun og stóð það yfir til klukkan níu.
Guðmundur Heiðar bjóst við því að enn meiri röskun yrði vegna verkfallsins sem er nýhafið, enda háannatími dagsins í umferðinni.