Vilja selja eignirnar

Önnur af tveimur þotum WOW air sem eigandinn á eftir …
Önnur af tveimur þotum WOW air sem eigandinn á eftir að sækja. mbl.is/​Hari

Skipta­stjór­ar þrota­bús WOW air hafa fengið fjölda fyr­ir­spurna um kaup á eign­um úr þrota­bú­inu með það fyr­ir aug­um að nýta þær við nýj­an flugrekst­ur. Þor­steinn Ein­ars­son skipta­stjóri seg­ir ekk­ert í hendi um það og tek­ur fram að það sé flókið mál að stofna nýtt flug­fé­lag.

Hæsta­rétt­ar­lög­menn­irn­ir Þor­steinn og Sveinn Andri Sveins­son voru skipaðir skipta­stjór­ar vegna gjaldþrots WOW air. Þor­steinn seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag, að fyrstu verk­in séu að ná utan um eign­ir bús­ins og varðveita þær og kanna leigu­samn­inga. Ákveðið var að til­kynna starfs­fólki form­lega að þrota­búið tæki ekki yfir ráðning­ar­samn­inga þess og voru stefnu­vott­ar á ferðinni alla helg­ina. Þor­steinn seg­ir að mik­il­vægt hafi verið að gera þetta fyr­ir mánaðamót­in. Þá hafi til­kynn­ing um inn­köll­un skulda verið send til Lög­birt­inga­blaðsins.

Verðmætt bók­un­ar­kerfi

Varðandi sölu eigna til þeirra sem áhuga kunna að hafa á að stofna til flugrekstr­ar á þess­um grunni bend­ir Þor­steinn á að WOW air hafi skilað flugrekstr­ar­leyfi sínu áður en það varð gjaldþrota. Flugrekstr­ar­leyfi skipti mestu máli þegar verið er að hefja flugrekst­ur og annaðhvort þurfi viðkom­andi að vera með slíkt leyfi eða afla þess. Þá má geta þess að fé­lagið átti eng­ar flug­vél­ar, held­ur var með þær á leigu.

Þor­steinn bend­ir á að WOW hafi átt bók­un­ar­kerfi og ann­an hug­búnað sem mikið hafi verið kostað til. Verk­efni skipta­stjóra sé að gera verðmæti úr öllu sem hægt er og séu skipta­stjór­arn­ir fús­ir að selja eign­ir. Seg­ir hann ósk­andi að hægt væri að nýta þær í flugrekst­ur.

Fyrr­ver­andi starfs­fólk WOW air fær ekki laun nú um mánaðamót­in vegna þess að fé­lagið varð gjaldþrota og tíma tek­ur að sækja fjár­mun­ina til þrota­bús­ins eða Ábyrgðasjóðs launa. Stétt­ar­fé­lög starfs­fólks­ins hlaupa und­ir bagga og lán­ar starfs­fólki hluta laun­anna þar til tek­ist hef­ur að inn­heimta kröf­urn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert