1.130 hafa sótt um bætur

Tómlegt er í fyrrum stöðvum WOW air.
Tómlegt er í fyrrum stöðvum WOW air. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 1.130 einstaklingar hafa sótt um atvinnuleysisbætur frá því WOW air varð gjaldþrota á fimmtudagsmorgun, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Flestir eru fyrrverandi starfsmenn flugfélagsins.

Skipting á milli sveitarfélaga lá ekki fyrir í gærkvöldi en í gærmorgun voru 750 af þeim 1.000 sem þá höfðu skráð sig búsettir í Reykjavík og 146 á Suðurnesjum.

Í þessum tölum eru ekki starfsmenn fyrirtækja í flugþjónustu eða ferðaþjónustu sem hafa verið að segja upp starfsfólki að undanförnu. Þeir hafa mislangan uppsagnarfrest og gætu skráð sig síðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert