1.130 hafa sótt um bætur

Tómlegt er í fyrrum stöðvum WOW air.
Tómlegt er í fyrrum stöðvum WOW air. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 1.130 ein­stak­ling­ar hafa sótt um at­vinnu­leys­is­bæt­ur frá því WOW air varð gjaldþrota á fimmtu­dags­morg­un, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Vinnu­mála­stofn­un­ar. Flest­ir eru fyrr­ver­andi starfs­menn flug­fé­lags­ins.

Skipt­ing á milli sveit­ar­fé­laga lá ekki fyr­ir í gær­kvöldi en í gær­morg­un voru 750 af þeim 1.000 sem þá höfðu skráð sig bú­sett­ir í Reykja­vík og 146 á Suður­nesj­um.

Í þess­um töl­um eru ekki starfs­menn fyr­ir­tækja í flugþjón­ustu eða ferðaþjón­ustu sem hafa verið að segja upp starfs­fólki að und­an­förnu. Þeir hafa mis­lang­an upp­sagn­ar­frest og gætu skráð sig síðar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert