Aflýsa blaðamannafundi vegna kjarasamninga

Binda verkalýðsfélögin vonir við að ríkisstjórnin fallist á að lækka …
Binda verkalýðsfélögin vonir við að ríkisstjórnin fallist á að lækka skatta tekjulágra. mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar þar sem lífskjarasamningur aðila vinnumarkaðarins og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við hann verða kynntar. Fundurinn fer fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 18:30.

Samningsaðilar í kjaraviðræðum funduðu fram eftir nóttu í gær og komust að samkomulagi um launaliðinn, en undirritun kjarasamninganna krefst aðkomu stjórnvalda. Binda verkalýðsfélögin vonir við það ríkisstjórnin fallist á að lækka skatta tekjulágra.

Uppfært klukkan 18:45: Blaðamannafundinum hefur verið aflýst. Samkvæmt heimildum mbl.is mun Drífa Snædal, forseti ASÍ, kynna kjarasamninginn og aðkomu stjórnvalda fyrir samninganefnd ASÍ í kvöld. Ekki er gert ráð fyrir því að tillögurnar verði kynntar almenningi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert