Blikur á lofti eftir fall WOW air

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Nú þurfum við að standa við bakið á atvinnulífinu,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um störf þingsins í dag. Hann sagði að í uppgangi undanfarinna ára hefðu fyrirtækin getað skapað verðmæti og skaffað fólki vinnu.

Núna síðast með falli Wow air eru blikur á lofti. Að vísu var byrjaður samdráttur í ferðaþjónustu og flugi Wow fyrir fallið þannig að fyrirtækin, til dæmis á Suðurnesjum, voru farin að finna fyrir samdrætti fyrir fall Wow og náttúrlega enn meira núna eftir fall þess,“ sagði Vilhjálmur.

Hann nefndi loðnubrest og seinkun á framkvæmdum, eins og vegaframkvæmdum og orkuframkvæmdum. Hann sagði slíkar fréttir hafa þau áhrif að fólk haldi að sér höndum. 

Þess vegna er mikilvægt að atvinnurekendum sem ráða fólk í vinnu til að stunda hér verðmætasköpun sé gert kleift að halda þeirri vinnu áfram og sjá til þess að halda hjólum atvinnulífsins gangandi þannig að verðmætasköpunin fyrir velferðina haldi áfram,“ sagði Vilhjálmur.

Hann benti á nokkrar tillögur þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem væru til þess fallnar að halda velferðinni áfram. 

Þar vil ég fyrst nefna að auka endurgreiðslur í fyrirkomulaginu Allir vinna úr 60% í 100% og hafa frístundahús þar inni í, með 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu; endurgreiða virðisaukaskatt við fráveituframkvæmdir; aðstoða sveitarfélögin og opinbera aðila við að auka framkvæmdastig sitt, sem er um leið heilbrigðismál, og leyfa íþróttafélögum og öðrum almannaheillasamtökum, eins og Landsbjörg og fleirum, að byggja aðstöðu sína og fá virðisaukaskattinn endurgreiddan af því. Allt er þetta hugsað til að auka framkvæmdir nú þegar samdráttur er í ferðaþjónustunni og annars staðar og til að tryggja aukna verðmætasköpun í samfélaginu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert