Nýi vitinn kominn á sinn stað

Nýi innsiglingarvitinn sem kemur í stað þess sem var í Stýrimannaskólanum er kominn á sinn stað á landfyllingu við Sæbraut og verið er að leggja lokahönd á uppsetninguna. Kostnaður við verkið fór umtalsvert fram úr áætlunum.

Áætlaður kostnaður borgarinnar við vitann er um 150 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir því að hann yrði nálægt hundrað milljónum króna í upphafi. Kostnaður við jarðvinnu og landfyllingu er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrir hækkunina að mestu leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert