Raftækjaúrgangur eykst verulega

Hér á landi er mikill raftækjaúrgangur. Greitt er sérstakt úrvinnslugjald …
Hér á landi er mikill raftækjaúrgangur. Greitt er sérstakt úrvinnslugjald vegna endurvinnslu og förgunar tækjanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýjar tölur frá Eurostat, Hagstofu Evrópu, benda til þess að raftækjaúrgangur í álfunni hafi aukist um 25% á árunum 2011 til 2016.

Mjög er mismunandi eftir löndum hve miklum fjölda raf- og rafeindatækja er skilað til endurvinnslu- og förgunarstöðva. Tölur sem byggjast á fjölda kg á hvern íbúa í löndum Evrópusambandsins, sýna að raftækjaúrgangur er mestur í Svíþjóð, 16,5 kg á íbúa, og minnstur í Rúmeníu 1,6 kg á íbúa.

Meðaltalið í löndum ESB er 8,9 kg. Þegar EES-löndin eru tekin með reynist raftækjaúrgangur hvergi meiri en í Noregi, 19,6 kg á íbúa. Hér á landi var hann samkvæmt þessum tölum 3.925 tonn árið 2016, en það gera 11,7 kg á hvern íbúa. Það er langt yfir meðaltali í Evrópulöndum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert