Róbert varaforseti MDE

Róbert R. Spanó.
Róbert R. Spanó. mlb.is/Ómar Óskarsson

Róbert Spanó var í gær kjörinn varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu til næstu þriggja ára. Hann mun formlega hefja störf 5. maí, að því er fram kemur á heimasíðu MDE.

Róbert, sem er 46 ára gamall, hefur starfað sem dómari við MDE í tæp sex ár.

Dómarar við MDE kusu jafnframt nýjan forseta dómstólsins í gær, Grikkjann Linos-Alexandre Sicilianos, sem tekur við embættinu úr höndum Guido Raimondi frá Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert