Þau stærstu skulda 80 milljarða

Fjölgun ferðamanna hefur skapað mikla eftirspurn.
Fjölgun ferðamanna hefur skapað mikla eftirspurn. mbl.is/Árni Sæberg

Tutt­ugu og þrjú áber­andi fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu skulduðu sam­tals um 80 millj­arða króna í árs­lok 2017. Þar af skulduðu fimm bíla­leig­ur um 30 millj­arða. Skuld­irn­ar kunna að hafa auk­ist en árs­reikn­ing­ar fé­lag­anna fyr­ir 2018 hafa ekki verið birt­ir.

Um­fang ferðaþjón­ust­unn­ar hef­ur marg­fald­ast á þess­um ára­tug. Til að anna stór­auk­inni eft­ir­spurn hafa fyr­ir­tæk­in marg­faldað fram­boðið. Sú fjár­fest­ing kallaði á lán­tök­ur.

Vil­borg Helga Júlí­us­dótt­ir, hag­fræðing­ur hjá Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir ljóst að spá sam­tak­anna um 5% vöxt ferðaþjón­ustu í ár sé úr mynd­inni með falli WOW air.

Hún bend­ir aðspurð á að út­lit sé fyr­ir að árið 2018 hafi verið lak­ara rekstr­ar­ár en árið 2017. Upp­sagn­ir í grein­inni séu óhjá­kvæmi­leg­ar.

Grein­ing­in ekki leng­ur í gildi

„Upp­lýs­ing­ar um af­komuþróun á ár­inu 2018 liggja ekki fyr­ir en í októ­ber sl. kynnti end­ur­skoðun­ar­stof­an KPMG grein­ingu sem hún gerði fyr­ir Ferðamála­stofu. Þar kom fram að af­koma myndi senni­lega batna í rekstri gisti­staða á höfuðborg­ar­svæðinu á ár­inu 2018 en versna úti á landi. Það er hætta á að þessi grein­ing sé ekki leng­ur í gildi eft­ir gjaldþrot WOW air,“ seg­ir Vil­borg Helga.

Við þessa sam­an­tekt er ekki horft til eigna­stöðu fé­lag­anna. Mis­jafnt er hvernig eign­irn­ar eru bók­færðar. Þá eiga t.d. sum­ar hót­elkeðjurn­ar hluta hót­el­anna sem eru í þeirra rekstri. Íslands­hót­el skuldaði þeirra mest eða um 22,6 millj­arða en skv. árs­reikn­ingi 2017 voru eign­ir 37,8 ma.

Höld­ur, eða Bíla­leiga Ak­ur­eyr­ar, var skuld­sett­asta bíla­leig­an en hún var með 13 millj­arða í eign­ir en skuldaði á móti 12,74 millj­arða.

Kynn­is­ferðir voru með 9,2 millj­arða í eign­ir en skulduðu 8 millj­arða, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um skuld­ir ferðaþjón­ustu­fy­ritækja í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert