Sú seinni væntanleg á næstunni

TF-EIR lendir á Reykjavíkurflugvelli við komuna til landsins 16. mars …
TF-EIR lendir á Reykjavíkurflugvelli við komuna til landsins 16. mars síðastliðinn. mbl.is/Árni Sæberg

Landhelgisgæsla Íslands mun að óbreyttu vera komin með tvær nýlegar leiguþyrlur í sína þjónustu, en fyrri þyrlan kom til landsins 16. mars síðastliðinn. Reiknað er með seinni þyrlunni á næstu vikum.

Er um að ræða bráðabirgðaendurnýjun þyrluflota gæslunnar og bera leiguþyrlurnar einkennisstafina TF-EIR og TF-GRO. Þær munu leysa leiguþyrlurnar TF-GNA og TF-SYN af hólmi. Verður gæslan áfram með þrjár þyrlur á sínum snærum þar sem TF-LIF er enn í eigu Landhelgisgæslunnar.

Leiguþyrlurnar sem um ræðir eru af gerðinni Airbus H225 og eru í eigu norska leigusalans Knut Axel Ugland Holding AS. Tæki þessi eru tveggja hreyfla, 11 tonn að þyngd og eru þau aflmeiri en þær vélar sem leystar verða af hólmi. Samkvæmt upplýsingum frá Airbus taka þyrlurnar 18 manns í sæti eða sex sjúkrabörur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert