Tveggja milljarða inngrip

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands seldi er­lend­an gjald­eyri fyr­ir um tvo millj­arða í síðustu viku til að verja ís­lensku krón­una falli. Á þriðju­dag­inn seldi bank­inn gjald­eyri fyr­ir að jafn­v­irði 1,2 millj­arða króna og á fimmtu­dag fyr­ir um 828 millj­ón­ir.

Fyrra inn­gripið er talið tengj­ast út­flæði af­l­andskróna. Síðara inn­gripið kom í kjöl­far gjaldþrots flug­fé­lags­ins WOW air sem féll um morg­un­inn.

Að sögn Jóns Bjarka Bents­son­ar, aðal­hag­fræðings Íslands­banka, eru þessi inn­grip í takti við stefnu pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabank­ans sem ít­rekað hef­ur sagst hafa þann vilja og þau tæki til að halda verðbólgu við mark­mið til lengri tíma. Krón­an veikt­ist nokkuð en inn­grip­in dugðu til að róa markaðinn, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta efni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert