Verkföllum aflýst

Fjölmiðlum var meinaður aðgangur að Karphúsinu í gærkvöldi. Fundað var …
Fjölmiðlum var meinaður aðgangur að Karphúsinu í gærkvöldi. Fundað var fram á nótt. mbl.is/​Hari

Gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga milli milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að standa til 1. nóvember 2022. Búist var við að þeir yrðu kynntir í samninganefndum félaganna í dag og tillögur um aðkomu stjórnvalda lagðar fyrir ríkisstjórn.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkissáttasemjara sem send var fjölmiðlum klukkan 01:10 í nótt. Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda, en það verður nánar útfært af samningsaðilum á morgun og kynnt í kjölfarið.

Efling og VR aflýstu í gærkvöldi boðuðum verkföllum hjá tilteknum hótelum og hópferðafyrirtækjum. Verkfalli bílstjóra hjá Almenningsvögnum Kynnisferða sem aka á hluta leiða Strætó hefur ekki verið aflýst en starfsmenn þar munu funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins árdegis í dag.

Samningafundir sem hófust klukkan 9.30 í gærmorgun stóðu enn  þegar Morgunblaðið fór í prentun undir miðnætti.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var bjartsýnn á að niðurstaða næðist í viðræðunum við SA í gærkvöldi. Sú vinna yrði borin undir samninganefndir félaganna í dag. Segir Ragnar að verið sé að setja saman pakka sem snúi að mörgum þáttum, meðal annars aðkomu stjórnvalda. Bjóst hann fastlega við því að hann yrði lagður fyrir ríkisstjórn í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert