6.000 tonn af sæeyrum

Sæeyrað í návígi. Þetta útlitsfríða dýr er álitið lostæti í …
Sæeyrað í návígi. Þetta útlitsfríða dýr er álitið lostæti í austurlöndum fjær og telja margir Japanar að kynorkan aukist sé það snætt. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Sæ­býli ehf., sem rækt­ar japönsk sæeyru á Eyr­ar­bakka og í Þor­láks­höfn stefn­ir að um 5-6 þúsund tonna eldi á sæeyr­um í 25 eld­is­stöðvum um land allt á næstu árum.

Að sögn Kol­beins Björns­son­ar, stjórn­ar­for­manns fyr­ir­tæk­is­ins, er stefnt að því að hver og ein eld­is­stöð verði um fjög­ur þúsund fer­metr­ar að stærð. Hann seg­ir það mik­il­vægt að vera með marg­ar litl­ar og um­hverf­i­s­væn­ar eld­is­stöðvar sem hafi ekk­ert kol­efn­is­spor, þurfi 20-30 starfs­menn hver, og starf­sem­in passi þannig fyr­ir lít­il sam­fé­lög víða um landið.

„Ég hef starfað með frum­kvöðli verk­efn­is­ins, Ásgeiri Guðna­syni, síðan 2009 að hönn­un lóðrétta eldis­kerf­is­ins og er þetta eitt flott­asta tæknifyr­ir­tæki lands­ins og al­gjör bylt­ing í land­eldi á verðmæt­um botn­læg­um sjáv­ar­teg­und­um. Þetta er mjög verðmæt afurð og ger­ir eldis­tækn­in okk­ur kleift að lækka fram­leiðslu­kostnað í eld­inu um fa­ktor 2-3 miðað við venju­legt kvía­eldi er­lend­is,“ seg­ir Kol­beinn Björns­son við ViðskiptaMogg­ann í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert