Dæmdar fyrir mótmæli í vél Icelandair

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Tvær konur sem mótmæltu brottvísun nígeríska hælisleitandans Eze Okafor um borð í flugvél Icelandair árið 2016 hafa verið dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en Vísir greindi fyrst frá. Dómnum verður líklega áfrýjað.

Konurnar voru ákærðar í október í fyrra fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir.

Vélin var á leið til Stokkhólms þegar konurnar stóðu upp og kölluðu yfir farþega og áhöfn að lögregla væri að flytja Okafor, sem var í vélinni, ólöglega úr landi. Þær hvöttu aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum áhafnar. Þannig vildu þær tefja brottför vélarinnar, þannig að Okafor yrði færður úr henni áður en til flugtaks kæmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert