Enn eitt kortametið

Erlendir ferðamenn á ferð í miðborg Reykjavíkur.
Erlendir ferðamenn á ferð í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Velta er­lendra greiðslu­korta án flug­sam­gangna nam 30,3 millj­örðum króna í janú­ar og fe­brú­ar. Það var 10% aukn­ing milli ára og mesta velta frá upp­hafi.

Þetta má lesa úr töl­um Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar (RSV). Sam­kvæmt þeim var velta er­lendra korta um 237 millj­arðar króna í fyrra sem einnig var met.

Árni Sverr­ir Haf­steins­son, hag­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri RSV, bend­ir á að gengi krónu hafi gefið tölu­vert eft­ir í fyrra. Því sé ekki gefið að velt­an hafi auk­ist í er­lendri mynt.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann aðspurður ekki óraun­hæft að velta er­lendra greiðslu­korta muni drag­ast sam­an í ár. Fall WOW air sé þar megin­á­stæðan.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert