Fjögur búa enn á Kópavogshæli

Fjórir fatlaðir einstaklingar búa enn í 400 fermetra stofnanahúsnæði í …
Fjórir fatlaðir einstaklingar búa enn í 400 fermetra stofnanahúsnæði í Kópavogi. Aðstaðan þykir ekki í samræmi við nútímakröfur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórir fatlaðir einstaklingar á miðjum aldri, karlar og konur, búa enn í húsnæði gamla Kópavogshælisins í Kópavogi, að sögn Þóru Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Áss styrktarfélags.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún að þetta fólk hafi dagað uppi í kerfinu og búi ekki við þær aðstæður sem öðru fötluðu fólki er boðið upp á.

Þóra sagði að stjórn Áss styrktarfélags hefði nýlega ritað félagsmálaráðherra. „Við gáfum frest til 1. maí og fólk þarf að fara að gera eitthvað í þessu. Því hefur verið lýst yfir að öllum stofnunum af þessu tagi hafi verið lokað hér á landi en sú er ekki raunin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert